Fréttir

Opnun svæða
Skotdeild | 11. janúar 2021

Opnun svæða

Kæru Félagsmenn Skotdeildar Keflavíkur.

Við opnum aftur á miðvikudaginn 13. Janúar klukkan 17:00 eingöngu fyrir félagsmenn, ekki er í boði að taka með sér gesti.
Það er í gildi fjöldatakmörkun 20 manns. Aðeins verður skotið úr annarri hverri lúgu. Biðjum alla sem mæta að passa upp á að vera með grímu þar sem ekki er alltaf hægt að tryggja 2metra regluna. Eins mun vera spritt á staðnum og ætlumst við til að þið sótthreinsið sameiginlega fleti fyrir og eftir notkun. Sýnum hvert öðru tillitsemi og hugsum vel um hvert annað.

Loftæfingar munu svo hefast mánudaginn 18. janúar klukkan 18-20 og mun æfingastjóri fara frekar yfir fyrirkomulag á staðnum.

Kær kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.

Covid tilkynning
Skotdeild | 9. október 2020

Covid tilkynning

Stjórn Skotdeildar ætar að fara eftir tilmælum Ísí og sóttvarnarlæknis og loka skotsvæðinu á Hafnarheiðinni næstu dagana, einnig munum við bíða með æfingar í loftaðstöðunni. Við munum fylgjast með ...

Lokað part úr degi Fimmtudaginn 06.ágúst
Skotdeild | 4. ágúst 2020

Lokað part úr degi Fimmtudaginn 06.ágúst

Kæru félagsmenn, Fimmtudaginn 06. ágúst verður lokaður eftir klukkan 16:00. Við ætlum að lappa upp á bakstoppin á 400 og 500 metrum. Kveðja Stjórn Skotdeildarinnar.

Lokað vegna mótahalds
Skotdeild | 19. júní 2020

Lokað vegna mótahalds

Vegna BR50 móts verður riffil svæðið lokað frá 1300 á morgun laugardaginn 20. júní. og fram eftir degi.

22BR mót
Skotdeild | 5. júní 2020

22BR mót

BR50 mót Höfnum - 3 blöð

20.júní 2020

BR50 mót verður haldið í Höfnum laugardaginn 20.júní næstkomandi.
Mótið hefst kl.15:00 stundvíslega og er mæting 14:30 og uppstilling
vindflagga hefst 14:50.
Keppt verður í tveimur flokkum, Sporter og Varmit.
Umboðsaðili Caldwell á Íslandi styrkir mótið með verðlaunum. Hann
mun verðlauna sérstaklega þann sem nær 250 stigum og 25 x á einu
keppnisblaði. Grillaðar verða pulsur/pylsur á staðnum og keppendur
mæta með drykkjarföng sjálfir.
Mótsgjald er 1500kr, ef keppt er í báðum flokkum er gjaldið 2500 kr.
Ekki posi á staðnum.
Skráning sendist á mothafnir@gmail.com þar sem kemur fram nafn
keppanda, flokkur og hvort keppandi sé rétthentur eða örvhentur.
Skráningu á mótið lýkur fimmtudaginn 18.júní klukkan 20:00.
Aðeins eru 27 sæti í boði, keppandi sem keppir í báðum flokkum telst
sem tveir keppendur.
Sjáumst hress og munið eftir góða skapinu.

Kveðja, Nefndin.

Lykladagur
Skotdeild | 26. maí 2020

Lykladagur

Fimmtudaginn 28. Maí næstkomandi mun fara fram lykladagur, að þessu sinni verður það uppi á útisvæðinu okkar á Hafnaheiði.

Jónas mun taka á móti mönnum milli 18-20 og afhenda þeim, sem greitt hafa gjöld árið 2020, lykil.

Línurnar lagðar og upplýsingar um opnun!
Skotdeild | 16. maí 2020

Línurnar lagðar og upplýsingar um opnun!

Sælir félagsmenn, Nú hafa línurnar verið lagðar. :) Þegar vælan fer í gang og menn búnir að skrá sig á töfluna og í VESTI, skulu þeir sem eftir eru inni vera kaffistofumegin við rauðulínuna í öllum...

Tilkynning vegna 4. maí
Skotdeild | 2. maí 2020

Tilkynning vegna 4. maí

Kæru félagsmenn. Stjórn Skotdeildar Keflavíkur sér ekki fyrir sér að geta framfylgt reglum sem settar hafa verið á skotíþróttafélögin innan STÍ á riffilvellinum. Við erum samt að skoða hvort við ge...