Aðgengi að skotsvæði Skotdeildar Keflavíkur.
Núverandi félagsmenn:
Núverandi félagsmenn sem hafa nú þegar virkjað aðganginn sinn fá greiðsluseðil í heimabankann sinn að nýju ári. Ef greiðsluseðill verður ekki greiddur fyrir eindaga á greiðsluseðli lítum við á að viðkomandi ætli ekki að taka þátt það árið og aðgangurinn verður óvirkjaður og þarf viðkomandi að láta virkja aðganginn aftur kjósi þeir að greiða seinna. Þeir sem greiða fyrir þann tíma og eru með virkan aðgang þurfa ekki að gera neitt.
Að gerast félagsmaður og fá aðild:
Þú þarft að byrja að skrá þig í Sportabler hérna: https://www.abler.io/shop/keflavik/skotithrottir Þar velur þú aðganginn eftir aldri hvort sem þú ert undir 20 ára, milli 20 og 67 ára eða yfir 67 ára. Eftir að hafa gengið frá greiðslu nærðu þér í STID Mobile ID appið í símann þinn.
STID MOBILE ID
Þegar þú hefur sett upp appið þarf að virkja aðganginn með lesara sem tengdur er kerfinu. Það verður að gera uppi á svæði eins og er. Virkjanadagar verða framvegis fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá klukkan 18:00 til 19:00.
Stefnt er að því að innan skamms verði hægt að virkja aðgangana á skrifstofutíma á skrifstofu Keflavíkur á sunnubraut 34. Góður siður er að mæla sér mót við starfsfólk skrifstofu áður en mætt er.
Nýr sími:
- Ef sími týnist þarf að láta okkur vita og þarf að virkja aðgang aftur á nýjum síma næst þegar þú kemst á virkjanadag.
- Þegar skipt er um síma þá er gamli síminn virkur. En beiðni um að færa aðganginn á milli síma þarf að berast á skot@keflavik.is. Eftir það færðu tölvupóst um að þú getir fært aðganginn í nýja símann ferðu eftir þessum leiðbeiningum í myndklippunni hér að neðan til að færa á milli síma. Ekkert annað svo þarf að gera. Ekki er þörf að virkja aftur á staðnum.
- Ef upp koma vandamál þá má kíkja á næsta virkjanadag og við reddum málunum.
_______________________________________________________________________________