Fréttir

Línurnar lagðar og upplýsingar um opnun!
Skotdeild | 16. maí 2020

Línurnar lagðar og upplýsingar um opnun!

Sælir félagsmenn,

Nú hafa línurnar verið lagðar. :) Þegar vælan fer í gang og menn búnir að skrá sig á töfluna og í VESTI, skulu þeir sem eftir eru inni vera kaffistofumegin við rauðulínuna í öllum tilfellum.

Gólfið í haglabyssugámnum er í yfirhalningu, verið er að skipta um lúgurnar á Trappvellinum og ýmislegt ditterí í gangi.

Klósettið verður vonandi komið upp fljótlega eftir helgi. Búið er að setja upp nýjan, stærri og vandaðari hitakút á klósettið.

Nú geta þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöldin pantað tíma á riffilvellinum í símanúmeri 893-7165. 

Haglabyssuæfingar hefjast á mánudagskvöldið og verða á mánudags og fimmtudagskvöldum frá 18:00 til 20:00. 

Kær Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur