Fréttir

Loftæfingar unglinga hefjast í kvöld
Skotdeild | 6. september 2016

Loftæfingar unglinga hefjast í kvöld

Loftæfingar unglinga hefjast í kvöld aftur eftir sumarfrí klukkan 18:30 til klukkan 20:00 og verða alla þriðjudaga nema annað sé tekið fram. Theodór Kjartansson er þjálfari Skotdeildar Keflavíkur o...

Lokað vegna vinnu!
Skotdeild | 1. september 2016

Lokað vegna vinnu!

Kæru félegsmenn. Lokað verður eftir hádegi á föstudaginn 02.sept og alla helgina eða þann 03. og 04 sept. Fylgist endilega með, því það gæti opnað fyrr og jafnvel gæti þurft að loka lengur. Kveðja ...

Lokað föstudaginn 26. ágúst og laugardaginn 27. ágúst
Skotdeild | 23. ágúst 2016

Lokað föstudaginn 26. ágúst og laugardaginn 27. ágúst

Lokað verður föstudaginn 26. ágúst frá 1600-2200 vegna undirbúnings og æfinga fyrir Íslandsmeistara mót í 300m riffli liggjandi
Einnig verður lokað 27. ágúst meðan mót stendur, gestir eru velkomnir að horfa á. Mótið hefst 10:00

22lr veiðirifflamót
Skotdeild | 15. ágúst 2016

22lr veiðirifflamót

Laugardaginn 20. ágúst verður haldið veiðirifflamót.

Mótið hefst kl 11:00

Fyrirkomulag: Skotið verður á 2 skífur, 9 skot á hverja skífu. Önnur skífan verður á 50m og skotið verður standandi, hin skífan verður á 100m og skotið frá borði eða liggjandi.

Hver skífa er með 9 silúettur, hægt er að fá mest 2 stig fyrir hverja (gráa miðjan), svart gefur 1 stig og hvítt gefur 0 stig, ekki er leyfinlegt að skjóta fleiri en 9 skotum á skífuna, fleiri en 9 skot eða ef 2 skot lenda í sama dýrinu, þá gefur það refsingu.
Dýr með 2 skotum í sér gefur 0 stig.
Skot umfram 9 gefa -1 stig.

Verða tveir flokkar, létt hlaup og þungt hlaup.
Hámarks sjónaukastækkun er 9x í báðum, ef riffill er með sjónauka sem er stillanlegur og getur farið ofar en 9x þá er hann stilltur á 9x af mótsstjóra og sett límband yfir.

Tvífætur eru leyfðir að framan, enginn stuðningur er leyfður að aftan.

Mótsgjald: 1000kr reiðufé (enginn posi)

22lr veiðirifflamót
Skotdeild | 5. júlí 2016

22lr veiðirifflamót

22LR Veiðiriffla mót

Á fimmtudaginn 7. júlí verður haldið 22LR veiðirifflamót

Skotið verður á 25 skotmörk á 50m og verður 20mín tímamörk á því, leyfilegt er að skjóta eins marga "sightera" og hver þarf.
Keppt verður í tveimur flokkum
Létthlaup
Þungthlaup
Ef það margir eru, að þurfi að skjóta í tveim lotum þá mun aðilum gefast kostur að skjóta í báðum flokkum (hafi þeir búnað í það), annars er stefnt að skjóta þetta í einni lotu.


Sjónaukar:
- létthlaup: 9x (ef sjónauki er með meira en 9, t.d. 6-18, þá skorðar mótstjóri sjónauka á 9 og setur límband yfir)
- þungthlaup: engar takmarkanir
Leyfður búnaður að framan: Tvífótur
Leyfður búnaður að aftan: allt sem þú myndir hafa með þér á veiðar, t.d. (ekki tæmandi) bakpoki, sandpoki (ekki afturrest), monopod o.s.frv.

Mótið hefst 21:00, reynt verður að hefast stundvíslega, en gæti dregist um einhverjar mínútur ef þarf að lagfæra 50m og stilla upp.
Þar sem þetta er skemmtimót verður mótsgjald 500kr (reiðufé, enginn posi) skráning á staðnu

Minnum á ZEISS Tófuna 2016
Skotdeild | 20. maí 2016

Minnum á ZEISS Tófuna 2016

Kæru félagsmenn og aðrir skotfimiáhugamenn, við viljum minna á mótið á sunnudaginn kemur ZEISS TÓFAN 2016. Mótið hefst stundvíslega klukkan 09:30 og er mæting hjá þeim riðli kl 09:00. Alls 31 keppe...