Nýtt Íslandsmet í liðakeppni 300 metra liggjandi 27.06.2016
Íslandsmeistarmót 2016 300m riffill.
Í gær fór fram á vegum Skotdeildar Keflavíkur STÍ Íslandsmeistarmót 2016 í 300m liggjandi riffli.
7 keppendur voru skráðir til leiks, en einn forfallaðist og voru 6 keppndur því sem tóku þátt.
Skotdeild Keflavíkur var með 3 keppendur og Skotíþróttafélag Kópavogs var einnig með 3 keppendur, voru því 2 lið skráð til keppnis.
Þrátt fyrir óspennandi veðurspá þá rættist heldur betur úr veðrinu og er öruggt að segja að mótið hafi tekist mjög vel.
STÍ gaf frá sér tilkynningu fyrr í mánuðinum þess efnis að leyfinlegt væri að notast við myndavélakerfi en væri það þeim höftum háð að félagið sem héldi mótið yrði að sjá til þess að allir keppendur hefðu aðgang að þannig búnaði.
Þökk sé félagsmönnum þá var hægt að útvega 7 myndavélar til þess að hægt væri að fara eftir þeim tilmælum að allir væri jafnir í þeim málum.
Mótið fór aðeins seinna af stað vegna smá tækni vandamála, en allt tókst þetta nú vel á endanum.
------
Í einstaklingskeppni þá var nokkuð hörð samkeppni og var það ekki fyrr en eftir að öll skotin voru talin sem að úrslitin voru örugg.
Í þriðja sæti varð Arnfinnur Auðunn Jónsson (SFK) með 550 stig, í öðru sæti varð Eiríkur Björnsson (SFK) með 558 stig, og í fyrsta sæti varð Theodór Kjartansson með 564 stig, þess má geta að þetta er fjórða árið í röð sem Theodór verður Íslandsmeistari í 300m riffli liggjandi og óskum við honum innilega til hamingju með það.
Í liðakeppni varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs í öðru sæti með 1578 stig, og A-sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í fyrsta sæti með 1616 stig með nýtt Íslandsmet í liðakeppni í 300m riffli liggjandi.
Fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur þá viljum við koma fram þökkum til þeirra er að mótinu stóðu og einnig til þeirra sem lánuðu til búnað fyrir mótið. Við viljum þakka Dúa Sig fyrir dómgæsluna og að sjá um veitingarnar.
Nokkrar myndir frá mótinu: http://www.keflavik.is/skot/myndasafn/?gid=1154
Kær Kveðja Skotdeild Keflavíkur.