Vesturlandsmótið úrslit
Vesturlandsmótið í loftgreinum fór fram miðvikudaginn 20. maí í skotheimili Skotfélags vesturlands í Borgarnesi.
Skemmtileg og vel sótt mót að vanda en sigurvegari þar í loftskammbyssu karla varð Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs. Stefán Sigurðsson, einnig úr SFK varð í öðru sæti og Guðmundur Helgi Christensen SR varð þriðji.
Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, Bára Einarsdóttir varð önnur og Guðrún Hafberg þriðja en Bára og Guðrún kepptu fyrir Skotíþróttafélag Kópavog.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen, SR, Theodór Kjartansson okkar maður í Skotdeild Keflavíkur varð annar og Logi Benediktsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs varð þriðji.
í loftriffli kvenna varð Jórunn Harðardóttir, SR, sigurvegari.
Í stúlknaflokki sigraði Dagný Rut Sævarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs.