Fréttir

Úrslit úr Íslandmeistaramótinu í gær
Skotdeild | 10. september 2017

Úrslit úr Íslandmeistaramótinu í gær


Æsispennandi Íslansdmeistaramóti lauk í gær á Hafnarheiðinni hjá Skotdeild Keflavíkur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs fyrir tveimur vikum síðan. 9 keppendur tóku þátt og skotið var í tveimur riðlum.

Íslandsmeistarinn réðist af fjölda skotnum X-um í þetta skipti þar sem bæði Arnfinnur Jónsson og Eiríkur Björnsson í Skotíþróttafélagi Kópavogs skutu 572 stig. Sá fyrr nefndi skaut 17 X-ur á móti 10 X-um hjá Eiríki. 

Veður var mjög gott í fyrri riðlinum með hægri breytilegri átt, seinni riðillinn fékk andvara úr suðaustri og fór að rigna nokkrum mínútum eftir að móti var slitið.

Íslandmet var sett í liðakeppninni, en þess má geta að bæði Skotdeild Keflavíkur og Skotíþróttafélag Kópavogs skoruðu hærra en fyrra Íslandsmetið sem var 1616 stig. Skotdeild Keflavíkur var með 1642 stig og Skotíþróttafélag Kópavogs var með 1694 stig.

Myndir frá mótinu HÉRNA

Hér má sjá Skorið:

Nr. Karlar ( 60 skot ) : Félag Braut Riðill 1 2 3 4 5 6 Alls Fjöldi X
1 Arnfinnur Jónsson SFK-a 2 1 89.0 97.0 95.0 95.0 98.0 98.0 572.0 17X
2 Eiríkur Björnsson SFK-a 3 1 97.0 91.0 97.0 98.0 95.0 94.0 572.0 10X
3 Theodór Kartansson SK-a 1 1 92.0 95.0 95.0 94.0 96.0 94.0 566.0  
4 Tómas Þorkelsson SFK-a 5 1 89.0 94.0 94.0 90.0 89.0 94.0 550.0  
5 Guðmundur Óskarsson SK-a 7 1 92.0 93.0 92.0 90.0 86.0 93.0 546.0  
6 Bjarni Sigurðsson SK-a 4 1 88.0 87.0 93.0 89.0 86.0 89.0 532.0  
7 Hannes Haraldssson SFK-v1 6 2 77.0 78.0 89.0 92.0 90.0 74.0 500.0  
8 Árni Erlendsson SK-v1 2 2 76.0 83.0 64.0 82.0 69.0 73.0 447.0  
9 Kristófer Ragnarsson SK-v2 4 2 58.0 71.0 77.0 67.0 79.0 80.0 432.0