Fréttir

Úrslit úr 50 metra liggjandi
Skotdeild | 14. janúar 2016

Úrslit úr 50 metra liggjandi

Landsmót STÍ í 50 metra riffilskotfimi var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi þann 10. janúar.

Í kvennaflokki var keppnin mjög jöfn og skyldu aðeins 0,4 stig tvær efstu ...en Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 613,9 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK var með 613,5 stig. Í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 585,5 stig.

Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 614,1 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 606,7 stig. Og þess má geta að Dúi Sigurðsson endaði í 4 sæti með 604,7 stig, glæsilegur árangur hjá honum.

Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.812,3 stig, önnur varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.783,7 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.761,5 stig.

Kveðja Skotdeild Keflavíkur