Fréttir

Úrslit Íslandsmótsins í 300 metra riffil
Skotdeild | 10. ágúst 2013

Úrslit Íslandsmótsins í 300 metra riffil

Úrslit úr Íslandsmóti 300 metra riffil

Brotið var blað í sögu skotfimi á Íslandi í dag, ekki bara hjá Skotdeild Keflavíkur heldur einnig í skotíþróttinni sjálfri þar sem Íslandsmót STÍ var haldið í fyrsta skipti uppi á skotsævði Skotdeildar Keflavíkur uppi á hafnarheiðinni í þessari grein . Alls tóku 6 keppendur þátt í nýútbúinni aðstöðu fyrir skotfimi af flest allri gerð sem Vélaverkstæði VP reisti. En skotið var liggjandi 60 skotum  á 300 metra færi. Keppendur fengu 10 mínútur til að skjóta 10 æfingarskotum, svo var skotið 10 skotum í 6 hrynum og gefinn tími var 10 mínútur á hverja hrinu. Veðurskilyrði voru ágæt en nokkur hliðarvindur og súld var á svæðinu, þannig að erfitt var að greina á skotmörkin fullkomlega. Yfirdómari var enginn annar en Steinar Einarsson og Mótsstjóri var Árni Pálsson, annar dómari var Þröstur Sigmundsson.

Góð stemmning var í hópnum en var Skotdeild Keflavíkur með eitt lið og skotfélag Kópavogs einnig með eitt lið.

Skotdeild Keflavíkur
Theodór Kjartansson 1960
Guðmundur Óskarsson 1960
Bjarni Sigurðsson 1978 

Skotfélag Kópavogs
Hannes G Haraldsson 1942

Tómas Þorkelsson 1956
Pálmi Steinar Skúlason 1973

Nr

Nafn

Félag

Fæðingarár

Braut

Riðill

1

2

3

4

5

6

Alls

Sæti

1

Teddi

SK

1960

3

1

89

91

87

94

95

95

555

1

2

Gummi

SK

1960

4

1

91

87

88

83

92

90

536

3

3

Bjarni

SK

1978

2

1

21

65

65

63

56

48

321

6

4

Pálmi

SFK

1973

5

1

82

74

66

83

83

74

468

5

5

Tómas

SFK

1956

1

1

84

88

93

83

97

94

541

2

6

Hannes

SFK

1942

6

1

73

87

88

93

87

81

516

4

 

Úrslit:

1. Sæti Theódór Kjartansson      með 555 stig
2. Sæti Tómas Þorkelsson           með 541 stig
3. Sæti Guðmundur Óskarsson                 með 536 stig

Liðakeppni:

1. Sæti Skotfélag Kópavogs        með 1525 stig
2. Sæti Skotdeild Keflavíkur        með 1412 stig

Við vilju þakka öllum þeim sem komu að þessu móti fyrir hjálpina og SR fyrir lánið á dýnunum sem voru ómissandi. Einnig viljum við óska félagsmönnum Skotdeildar Keflavíku  í leiðinni til hamingju með þessa frábæru aðstöðu, en þetta er fyrsti áfangi. Seinni áfanginn verður að klæða húsið að utan og setja upp lúgur, svo verður farið í að einangra aðstöðuna í framtíðinni. Einnig verður farið með borðin og látið galvenisera þau þannig að þau eigi eftir að endast um ókomna tíð. Sérstakar þakkir fá Vélaverkstæði VP fyrir sinn þátt í reisingu, hönnunn og frágang á húsinu og borðunum í viðbyggingunni.

 

Skotfélagið skytturnar héldu Stí mót í þessari grein fyrr í sumar þar sem Íslandsmet var sett  af honum Tedda Kjartans þar sem hann skaut 572 stig sjá HÉR

Bestu kveðjur stjórn Skotdeildar Keflavíkur.