Fréttir

Úrslit Íslandsmótsins í 300 m 2019
Skotdeild | 20. júlí 2019

Úrslit Íslandsmótsins í 300 m 2019

Einstaklega fallegt veður sem við fengum í Íslandsmótið í dag. Mjög skemmtilegt mót að vana og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.

Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varði Íslandsmeistaratitilinn sinn með 571 stigi í dag og Teddi Kjartans Skotdeild Keflavíkur fylgdi fast á eftir í öðru sæti með 569 stig. Það var svo Tómas Þorkelsson Skotíþróttafélagi Kópavogs sem landaði bronsinu með 532 stig.

Lið Skotdeildar Keflavíkur varð Íslandsmeistari með 1506 stig. Það skipaði Teddi, Árni og Bjarni. 

Lið Skotíþróttafélag Kópavogs fylgdi fast á eftir með 1502 stig. Það skipaði Jón Þór, Tómas og Eiríkur Jónsson.