Fréttir

Skotdeild | 1. júlí 2010

Unglinga og byrjendanámskeið í haglabyssuskotfimi.

Unglinga og byrjendanámskeið í haglabyssuskotfimi.

Haldið verður unglinga og byrjendanámskeið í haglabyssuskotfimi nú á næstu dögum, tímasetning fer eftir fjölda sem skrá sig en skráning er á email vestur25@simnet.is . Stefnt er að hafa námskeiðið á þriðjudags- og miðvikudagskvöldi og svo einn laugardag fyrir hádegi og svo herlegheitin enduð með móti fyir þá sem treysta sér.  Reynt verður að hafa unglinga sér, en unglingaflokkur er fyrir 15 ára til 18 ára, en samkvæmt lögum meiga unglingar stunda íþróttaskotfimi frá 15 ára aldri. Farið verður í grunninn á haglabyssuskotfimi og stefnt er að því að halda svo fleirri námskeið fyrir lengra komna. Innifalið í námskeiðinu eru leirdúfur en þurfa nemendur að kaupa sér skot skjálfir, eða 6 til 10 pakka.. Skot sem notast skal við eru svokölluð Skeetskot og eru þau með 24 gramma hleðslu með haglastærðina frá 7.5 til 9 gildir engu hvort þau séu stál eða blý. Verðinu er stillt í hóf eða 5500 kr á mann, og þeir sem ætla svo að keppa í lokin greiða kanski 1000 kr auka til að hafa upp í fyrir verðlaunum. Ef vakna fleirri spurningar þá má senda fyrirspurn á  vestur25@simnet.is eða hringja í Bjarna í síma 891-9136 eða í Reyni í síma 899-2635.