Fréttir

Skotdeild | 3. október 2007

Umgengni á skotsvæðinu og lyklamál.

Það var ófögur sjón sem blasti við á skotsvæðinu síðastliðin sunnudag, Þá höfðu einhverjir skilið við hliðið opið, riffilhúsið ólæst, skotlúgur opnar og tóm skothylki, skotpakkar og annað drasl sem augljóslega hefur verið notað sem skotmörk lá á víð og dreyf bæði um riffil og haglabyssusvæðið.  Það þarf ekki að taka það fram að svona umgengni er með öllu óviðunnandi og ef menn verða uppvísir af svona óvirðingu við eigur skotdeildarinnar þá verða þeir umsvifalaust sviftir lyklinum og jafnvel vikið úr skotdeildinni ef brotin eru ítrekuð.
Einnig er rétt að benda á það af gefnu tilefni að félögum er algerlega óheimilt að lána utanfélagsmönnum lykilinn af svæðinu, og stjórn skotdeildar áskylur sér rétt til að leggja hald á lykilinn og /eða neita viðkomandi um lykil að ári, og jafnvel lengur ef félagi verður uppvís af því að lána hann.
Því miður hefur borið talsvert á bæði slæmri umgengni og nokkuð á utanfélagsmönnum með lánslykla og viljum við biðja aðra félaga um að vera vakandi yfir svona brotum og tilkynna þau til stjórna ef þeir verða þeirra varir .
Stöndum saman og skiljum við svæðið eins og við viljum koma að því svo við getum haldið óbreyttu fyrirkomulagi á lyklamálum og opnunartíma.