Fréttir

Tilkynning vegna 4. maí
Skotdeild | 2. maí 2020

Tilkynning vegna 4. maí

Kæru félagsmenn.

Stjórn Skotdeildar Keflavíkur sér ekki fyrir sér að geta framfylgt reglum sem settar hafa verið á skotíþróttafélögin innan STÍ á riffilvellinum. Við erum samt að skoða hvort við getum ekki verið með einhverja daga (Uppfærum það strax og við fáum botn í það mál). Við getum mjög líklega opnað leirdúfuvellina en útfærsla á hvernig því verður háttað á eftir að leggjast yfir með æfingarstjórum á haglabyssuvellinum. Sjá reglurnar hér að neðan og í þessum link: https://sti.is/2020/04/25/reglur-skotfelaga-eftir-4-mai/

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með og uppfæra stöðuna um leið og næstu breytingar verða boðaðar. Einnig ætlum við að halda áfram viðhaldsvinnu á hafnarheiðinni og gera skotsvæðið okkar betra en það er. Búið er að setja Epoxy á öll gólf og kemur það virkilega vel út. Jarðverktaki er væntanlegur í vinnu við bakstoppin okkar og fleira til.

Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.