Fréttir

Tarfurinn 2019
Skotdeild | 28. maí 2019

Tarfurinn 2019

Tarfurinn 2019

Keppnis- og framkvæmdareglur.

Mótið er öllum opið.

Keppnisgjald er 1000 kr

Skráningar fara fram á tölvupóstfangið: jak@internet.is


Við skráningu þarf að taka eftirfarandi fram:

Nafn keppanda.

Skotfélag sem keppandi keppir fyrir.

Riffil tegund (þeir sem eru með samtíning úr ýmsum áttum gefa upp heitið á lásnum).

Kíkir (tegund og stækkun).

Kaliber.

Síðasti skráningardagur í mótið er fimmtudagurinn 30. maí.
 

Gott að vita:

Mótið verður haldið á skotvelli Skotdeildar Keflavíkur við Hafnir á Reykjanesi.

Fyrsti riðill er ræstur klukkan 10:00.

Keppendur þurfa að vera mættir hálftíma áður en þeir eiga að skjóta.

Keppnisgjald er 1000 krónur á mann.

Greiða þarf keppnisgjaldið með peningum. Enginn posi verður á staðnum.

Keppendur verða allt að átta í hverjum riðli.
 

Keppnisbúnaður:

Reglur UST um skotveiðipróf fyrir hreindýr gilda.

Skotið verður á skotprófsskífu UST.

Riffill og caliber þurfa að vera lögleg til hreindýraveiða.

Hámarks hlaupvídd er 8mm (löglegt veiðikaliber á Íslandi)

Lágmarks hlaupvídd er 6mm og geta skilað slagkrafti til hreindýraveiða.

Leyfilegur stuðningur að framan er tvífótur, ætlaður til veiða.

Að aftan skal skefti hvíla á skotmanni (Ekki á skotborði, poka eða einfæti).

Ekki má nota hlaupbremsu. (Brake) en hljóðdeyfum er tekið fagnandi.
 

Reglur:

Skotið verður 15 skotum, liggjandi og skal skotmaður taka þau til fyrir upphaf riðils.

Tíminn sem skotmaður hefur til að skjóta þessum 15 skotum er 15 mínútur.

Færi eru þrjú, 100m, 200m og 300m. Fimm skotum er skotið á hvert færi.

Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stigasvæða gildir hærra skorið.

Skotmaður má ekki styðja sig við gólf skothússins.

Hlaupendi skal standa út úr skotgati.

Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag.

Gefin eru stig fyrir hittni. Hámarks skor á hverja skífur er samtals 50 stig.

Ef tveir eða fleiri verða jafnir að stigum í lok keppninnar er skotinn bráðabani.

Úrskurður dómnefndar er endanlegur.

Mótsstjórn getur breytt þessum reglum ef aðstæður á skotvellinum krefjast þess.

Mótinu getur verið frestað fyrirvaralítið ef útlit er fyrir rigningu á mótsdag.

(Skífurnar þola ekki bleytu).