Skotíþróttafólk Skotdeildar Keflavíkur 2017
Skotíþróttakonan í ár er Sigríður E. Gísladóttir fædd 1999 og er að stunda hjá Skotdeildinni loftskotfimi með loftriffli. Sigga eins og hún er kölluð af félögum og þjálfurunum í deildinni setti Íslandsmet í loftriffli árið 2016 og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki stúlkna. Síðasta skotár þurfti hún að taka sér hlé frá æfingum og keppni en er núna aftur nýmætt til leiks og er farin að láta til sín taka og varð í 2. sæti á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var í Borgarnesi 11. nóvember. Við hlökkum til að fylgjast með henni á þessu skotári.
Skotíþróttamaður Skotdeildar Keflavíkur 2017 er Teodór Kjartansson, hann er búinn að vinna þessi verðlaun í 5 ár í röð ásamt nokkrum árum á undan. Hann er fjórfaldur Íslandsmeistari þetta árið og hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum á þessu ári.
02-04 2017 Íslandsmeistaramót Kópavogi-1 sæti loftriffill yfir allt
02-04 2017 Íslandsmeistaramót Kópavogi-1 sæti loftriffill Íslandsmeistari 2. flokkur
30-04 2017 Íslandsmeistaramót Þrístaða-1 sæti Þrístaða yfir allt
30-04 2017 Íslandsmeistaramót Þrístaða-1 sæti Þrístaða ÍSLANDSMEISTARI 3. flokkur
15-10 2016 Landsmót Kópavogi-2 sæti loftriffill
23-11 2016 Landsmót Ísafirði-2 sæti Þrístaða
04-12 2016 Landsmót Kópavogi-2 sæti loftriffill
10-12 2016 Landsmót Reykjavík-3 sæti liðakeppni liggjandi
11-12 2016 Landsmót Reykjavík-2 sæti Þrístaða
04-02 2017 Reykjavíkurleikar- 2 sæti loftriffill
11-02 2017 Landsmót Kópavogi-3 sæti liðakeppni liggjandi
25-02 2017 Landsmót Kópavogi-2 sæti loftriffill
19-04 2017 Reykjavík open-1 sæti loftriffill
26-04 2017 Vesturland open-1 sæti loftriffill
29-04 2017 Landsmót Kópavogi-3 sæti liðakeppni liggjandi
03-05 2017 Christensenmót- 3 sæti loftriffill
09-07 2017 Keflavík open-2sæti 300m liggjandi
12-08 2017 Landsmót Skyttur-3sæti 300m liggjandi
09-09 2017 Íslandsmeistaramót 300m- 3 sæti
22-07 2017 Innanfélagsmót skammbyssa- 1 sæti
Teddi er einning þjálfari og kennari hjá Skotdeildinni, hann á stórann þátt í því að halda utan um unglingastarfið ásamt góðum hópi af fólki. Teddi hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir Skotdeildina í mörg ár og er meðal stofnenda Skotdeildarinnar, sem hét þá Skotfélag Keflavíkur.
Við óskum þeim innilega tilhamingju með titlana!