Fréttir

Skotdeild | 16. apríl 2007

Skammbyssuskotfimi

Tilkynning til félagsmanna.

Samningar hafa náðst milli skotdeildar Keflavíkur og lögreglunnar á Suðurnesjum um aðstöðu fyrir skammbyssuskotfimi.  Æfingar fyrir þá sem hafa áhuga á skammbyssuskotfimi geta því hafist fljótlega en fyrst um sinn verða það einungis félagsmenn í skotdeild Keflavíkur sem koma til með að geta æft þar.
Æfingarnar koma til með að vera í húsi lögreglunnar við Hafnaveg og skotstjóri á æfingunum verður Eiríkur Ásgeirsson.
Þar sem húsið er í eigu lögreglunnar verða strangar reglur um meðferð skotvopna og umgengni um húsið og verður mönnum vísað frá ef ekki verður farið eftir þeim reglum.
Fljótlega kemur tilkynning varðandi það hvenær æfingar hefjast og hvernig þeim verður háttað.