Fréttir

Skotdeild | 23. september 2010

Riffilmót 09 október næstkomandi.

Riffilmót þann 09 október næstkomandi.

1. Færi; 300 metrar.
2. Skotið á UIT riffilskífu.
3. Rifflar cal. 6mm til og með 8mm.
4. Liggjandi staða.
5. Gatasigti eða önnur opin sigti.
6. 30 skot fyrir utan prufuskot.
7. Keppnin verður tvískipt; annars vegar markrifflar, hinsvegar herrifflar sem falla undir UIT reglu.
8. Hægt að taka þátt í annarri keppninni eða báðum. Ef tekin er þátt í báðum er keppnin 60 skot fyrir utan prufuskot.
9. Nota má óbreytta  herriffla sem framleiddir hafa verið frá 1890 til 1960. Herrifflar geta gengið í báðum keppnum, en markrifflar ekki í herrifflagrein.

Skráning hefst kl. 13:30 e.hádegi þann 09. okt, og keppnin byrjar kl. 14:00.  Búið að raða keppendum á þeim hálftíma.  Ef veður verður mjög slæmt er gert ráð fyrir að fresta keppni þar til daginn eftir.