Fréttir

Skotdeild | 13. febrúar 2009

Riffilhúsið

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er vinna í riffilhúsinu okkar hafin að nýju og setustofa, geymsla og salernisaðstaða komin vel á veg, auk þess sem talsverðar lagfæringar og breytingar aðrar standa til á húsinu.
Þessar framkvæmdir munu óhjákvæmilega valda truflunum á notkun hússins en ekki verður hægt að nota það til skotæfinga meðan á vinnu stendur, og verður þess vegna lokað á meðan og biðjum við menn um að taka tillit til þess, en reynt verður að hafa fyrirkomulagið þannig að unnið verður í húsinu á virkum dögum svo hægt verði að skjóta allavega af einhverjum borðum á kvöldin e.kl. 17.00, og um helgar.
Einnig viljum við af gefnu tilefni, benda á að búið er að setja hita á setustofuna og klæða loftið og til að koma í veg fyrir raka er nauðsynlegt að hurðin þar inn sé ávalt höfð lokuð, og auk þess er æskilegt að loka einnig millihurð í anddyri þegar farið er úr húsinu, og passa upp á að ganga eins tryggilega frá hlerum og kostur er.
Fljótlega verður síðan hafist handa við að þétta og einangra þakið, skipta um bakhlið ásamt skotlúgum og breyta fyrirkomulagi á borðum, ásamt því að mála allt hátt og lágt.
Hugmyndin er sú að aðgangur að setustofu verði óheftur fyrir þá sem nýta sér húsið, en að sjálfsögðu ræðst það af umgengni og það er von okkar að hún verði á þann veg að ekki þurfi að endurskoða það fyrirkomulag.

Myndir af framkvæmdunum.