Fréttir

Rafrænn félagslykill og skráning
Skotdeild | 26. mars 2024

Rafrænn félagslykill og skráning

Góðan daginn kæru félagsmenn.

Við erum alveg að fara að setja rafræna lyklakerfið í gang, og hvað þýðir það á mannamáli?

Nei, þetta hefur ekkert með rafræn skilríki að gera, nema þú þarft rafræn skilríki til að skrá þig og greiða félagsgjöldin í dag.

Þeir sem hafa farið í sportablerinn og uppfært sínar upplýsingar og greitt félagsgjöldin eru góðir. Hinir sem eiga ennþá eftir að gera það geta það á þessari slóð https://www.abler.io/shop/keflavik/skotithrottir  Hérna veljið þið skráningarnar eftir ykkar aldri. Félagar yngri en 20 ára, félagar yfir 20 ára og félagar yfir 67 ára.

Hver eru næstu skref. Allir sem hafa greitt og eru með upplýsingarnar sínar réttar verða færðir yfir í rafræna lyklakerfið Genetec. Þaðan munum við svo senda ykkur leiðbeiningar um hver næstu skref eru.

Leiðbeiningarnar munu leiða ykkur á stað þar sem þið náið í app sem þið setið upp í símann ykkar. Svo fljótlega eftir páska munum við halda virkjunardag uppi á svæði þar sem allir félagsmenn eru beðnir um að mæta og við getum virkjað hvern og einn í kerfinu.

Nánar auglýst síðar.

Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur