Fréttir

Skotdeild | 2. febrúar 2024

PRS æfing og leiðsögn

PRS Æfing, Kynning og Leiðsögn fyrir félagsmenn Skotdeildar Keflavíkur 25. febrúar

PRS Iceland hefur fengið æfingatíma hjá Skotdeild Keflavíkur einn sunnudag í mánuði þar sem félögum skotdeildarinnar er velkomið að mæta og skjóta PRS style.

Á fyrstu æfingunni 25. febrúar bjóðum við áhugasömum að mæta og fá einkaleiðsögn um grundvallaratriði PRS skotfimi. Hraðamælar verða á svæðinu, svo þú getur hraðamælt skotin þín. Farið verður í gegnum uppsetningu á rifflinum og skotfærum í ballistics calulator (Strelok, 4DOF eða sambærilegum eftir hvað þú vilt nota). Kennum þér að núlla riffilinn á 100 metrum og notum svo reikniforritið til að skjóta stálbjöllur á 300, 400 og 500 metrum með tilliti til kúlufalls og vindreks.

Uppsetning leiðsagnarinnar verður þannig að PRS skytta tekur að sér einn til tvo félagsmenn í einkaleiðsögn og fer með þá í gegnum ferlið. Þess vegna verður takmarkaður fjöldi sem kemst í þessa leiðsögn og því nauðsynlegt að skrá sig. (Þeir sem vilja ekki leiðsögn er að sjálfsögðu frjálst að mæta án skráningar og æfa sig.)

Búnaður sem þarf: Riffill með sjónauka. (Tvífótur er ákjósanlegur ef skjóta á liggjandi, en alls ekki nauðsynlegur. Hægt er að skjóta úr fjölmörgum stöðum og á svæðinu verða allskyns skotpúðar sem hægt er að fá lánað.)
Fjöldi skota: 20+ væri æskilegt.

Skráning fyrir leiðsögn fer frá á prsiceland@gmail.com með því að senda nafn og beiðni um leiðsögn.
Þetta kostar ekkert, en við munum takmarka leiðsagnarplássin við 10 manns svo hægt verði sinna þeim vel sem óska eftir.

Ef þú vilt læra betur á veiðiriffilinn þinn þá er þetta góð leið til þess.

Kveðja PRS Iceland og Skotdeild Keflavíkur