Mjög Góður árangur á Íslandsmótinu í loftskotfimi
Eitt fjölmennasta loftbyssumót sem haldið hefur verið á Íslandi var haldið 1. og 2. apríl í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur.
Okkar fólk lét sitt ekki eftir liggja og settu til að mynda nýtt Íslandsmet í liðakeppni í unglingaflokki karla, 968,6 stig. Innilega til hamingju með það.
Loftriffill:
Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 396,0 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 368,1 stig og í þriðja sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 362,7 stig.
Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 983,0 stig en sveitina skipa Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og María A. Clausen. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 964,3 stig en þá sveit skipuðu Jórunn Harðardóttir, Þórey Inga Helgadóttir og Viktoría E. Bjarnarson.
Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 555,7 stig, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 548,9 stig og í þriðja sæti varð Breki Atlason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 542,8 stig.
Íslandsmeistarar í liðakeppni karla varð Sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.599,7 stig en sveitin var skipuð þeim Róbert V.Ryan, Þóri Kristinssyni og Þorsteini B. Bjarnarsyni. Í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.510,6 stig en sveitina skipuðu þeir Bjarni Valsson, Jón V. Björnsson og Breki Atlason. Í þriðja sæti varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.434,5 stig en hana skipuðu Theódór Kjartansson, Richard B. Bushing og Magnús Guðjón Jensson.
Í unglingaflokki varð Richard B. Busching Íslandsmeistari með 452,8 stig, annar varð Magnús Guðjón Jensson með 426,0 stig og í þriðja sæti Einar Hjalti Gilbert með 422,5 stig. Þeir skipuðu unglingasveit Skotdeildar Keflavíkur og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla, 968,6 stig.
Íslandsmeistari unglinga í kvennaflokki varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 302,4 stig.
Loftskammbyssan:
Kristína Sigurðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, kom, sá og sigraði í kvennaflokki eftir nokkra ára hlé frá keppni eftir langvinn meiðsli. Kristína skoraði 365 stig og vann Jórunni Harðardóttur úr sama félagi með einu stigi. Í þriðja sæti varð Sigurveig Helga Jónsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 354 stig. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Ásgeir SIgurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, sem skoraði 577 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson á 553 stigum og þriðji varð Thomas Viderö með fimm stigum minna, en þeir tveir síðarnefndu koma úr Skotíþróttafélagi Kópavogs.
Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna varð Skotfélag Reykjavíkur með þær Kristínu, Jórunni og Ragnheiði Braeckman innanborðs (1031 stig). Í öðru sæti var sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1004 stig, en sveitina skipa Sigurveig Helga, Guðrún Hafberg og Freydis Björnsdóttir.
A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 1618 stig með þá Ívar Ragnarsson, Thomas Viderö og Ólafur Egilsson, í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur á 1599 stigum (Ásgeir SIgurgeirsson, Karl Kristinsson og Guðmundur Helgi Christensen) og þriðja sætið vermdi B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs (1489 stig) með þá Guðmund Ævar Guðmundsson, Jóhann A. Kristjánsson og Bjarna Valsson.
Í unglingaflokki varð Heimir Þorláksson Íslandmeistari með 489, annar varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í þriðja sæti hafnaði Símon Ingólfsson með 354 stig. Þeir skipuðu sveit Skotfélags Akureyrar og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla. Íslandsmeistari unglinga í kvennaflokki varð Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 322 stig.