Fréttir

Skotdeild | 14. október 2011

Ljósin vígð

Þá er búið að græja ljós á 25, 50, 100, 200 og 300 metrana, og farið var kl 23:00 í "gærkveldi" og verið fram yfir miðnætti að skjóta í mögnuðu ljósi. Búnaðurinn er þannig að hann er settur í gang fyrst og svo er kveikt á ljósum eftir því hvað menn ætla að skjóta langt, eftir 2 klukkutíma slökknar svo á ljósunum, en við viljum samt sem áður byðja menn um að slökkva ljósin þó það sé tímarofi á þeim. Ég lét nokkrar myndir fylgja vígslunni og hægt er að skoða þær á myndadálknum okkar.