Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013
Við viljum vekja athygli fólks á því að Landsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi dagana 4. – 7. júlí í sumar. Ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á þá máttu endilega fylla út könnun okkar á því hversu margir koma.
ATH ÞETTA ER EKKI SKRÁNING HELDUR KÖNNUN Á eftirfaradni link : https://docs.google.com/forms/d/1bRM_8-ehTD82HiH0AWdOUfv7gQQu9JB9e77MKpt-iT0/viewform?pli=1
Landsmótið á Selfossi verður haldið við frábærar aðstæður en þar er
öll keppnisaðstaða til fyrirmyndar. Það er því tilvalið að heimsækja
Selfoss 4.–7. júlí og upplifa hina einu sönnu landsmótsstemningu.
Bærinn mun iða af lífi frá morgni til kvölds og skarta sínu fegursta.
Fjöldbreytt dagskrá: Það er sannarlega góð ástæða til að sækja Selfoss heim helgina
4.–7. júlí í sumar því bærinn verður blómstrandi af lífi alla mótsdagana.
Auk íþróttakeppninnar verður boðið upp á fj ölbreytta dagskrá og
viðburði sem vert er að fylgjast með og taka þátt í.
Keppendur: Þátttakendur á Landsmóti
UMFÍ eru félagar frá sambandsaðilum
UMFÍ og íþróttabandalögum af öllu landinu. Hver keppnisaðili
má senda ákveðinn fj ölda keppnisliða og einstaklinga til keppni samkvæmt
reglugerð. Á síðasta Landsmóti voru keppendur um 2.000 talsins og búist er við álíka þátttöku á mótinu á Selfossi.
Á Landsmótinu á Selfossi veður keppt í 25 greinum.
Keppt er í einum aldursfl okki bæði í karla- og kvennagreinum.
Það héraðssamband eða íþróttabandalag sem fær fl est samanlögð
stig úr öllum greinum er sigurvegari mótsins og hlýtur nafnbótina
Landsmótsmeistari.
• Badminton
• Blak
• Boccia
• Borðtennis
• Bridds
• Dans
• Fimleikar
• Frjálsíþróttir
• Glíma
• Golf
• 10 km götuhlaup
• Handknattleikur
• Hestaíþróttir
• Íþróttir fatlaðra
• Júdó
• Knattspyrna
• Kraftlyftingar
• Körfuknattleikur
• Mótokross
• Pútt
• Skák
• Skotfi mi
• Starfsíþróttir
• Sund
• Taekwondo