Fréttir

Skotdeild | 9. júní 2009

Landsmót UMFÍ 2009 á Akureyri.

Landsmót UMFÍ 2009 á Akureyri.
Nú fer að hefjast 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri helgina 9-12.  júlí.   
Það verður keppt í hinum ýmsu greinum og fyrir skotdeildina er keppt í eftirfarandi: Sporting, Skeet, Stöðluð skammbyssa og Loftskammbyssa.
Nú það verður frítt á tjaldstæðið, almenningur greiðir ekki aðgangseyri að keppninni og öðrum viðburðum á mótinu, mótagjöld verða greidd af K-inu, við verðum með partý-tjald sem við munum eitthvað skemmtilegt í til að mynda góða stemmningu.
Og ef þið viljið ekki taka þátt í þeim greinum sem eru í boði fyrir byssumenn, þá er hægt að taka þátt í pönnukökubakstri, dráttavélaakstir og ýmsum starfsgreinum sem er skemmtilegt að fylgjast með og keppa í.
Endilega hafið samband við mig í síma 891-9136 ef þið viljið skrá ykkur því aðeins við skráum keppendur til móts og því fyrr því betra því skráning er hafin og líkur 10 dögum fyrir mótið.

Og muna aðeins við skráum ykkur.

Sjá nánar um mótið http://umfi.is/umfi/landsmot/

Tímaplan:
Fimmtudagur 9. júlí 2009, kl. 13:00 Sporting (skotsvæðið Glerárdal)
Föstudagur 10. júlí 2009, kl. 10:00 Skeet  (skotsvæðið Glerárdal)
                                        kl. 13:00 Stöðluð skammbyssa (skotsvæðið Glerárdal)
Laugardagur 11. júlí 2009, kl. 10:00 Loftskammbyssa (íþróttahúsið við Laugargötu)
                                          kl. 10:00 Skeet  (skotsvæðið Glerárdal)

Með bestu kveðju
Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.