íslandsmótið í loftskammbyssu
Magnús Jensson í Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari í loftskammbyssu unglingsdrengja í dag.
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.
Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,591 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,570 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,514 stig.
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 553 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig og þriðja Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, með 513 stig.
Í stúlknaflokki varð Sóley Þórðardóttir Íslandsmeistari með 492 stig, önnur varð Sigríður L. Þorgilsdóttir með 482 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 452 stig, en þær keppa allar fyrir Skotfélag Akureyrar. Þær urðu jafnframt Íslandsmeistarar stúlknaliða fyrir Skotfélag Akureyrar með 1,426 stig, en það er jafnframt nýtt Íslandsmet. Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson, Skotdeild Keflavíkur, Íslandsmeistari með 423 stig.
Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í hverjum flokki og má sjá það nánar á www.sti.is