Íslandsmet féllu á Landsmóti STÍ í dag
Það féllu tvö Íslandsmet á landsmóti Stí sem haldið var í loftsalnum hjá Skotdeild Keflavíkur í dag. Magnús Guðjón Jensson í Skotdeild Keflavíkur er enn og aftur að bæta sig og bætti sitt eigið Íslandsmet í loftriffli um ca 8 stig með heildarskori upp á slétt 576 stig. Einnig setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir frá Skotfélagi Akureyrar Íslandsmet í loftskammbyssu unglingsstúlkna með skori upp á 492 stig.
Þetta var fyrsta Landsmót Stí í loftgreinum sem Skotdeild Keflavíkur heldur. Mótið var þokkalega vel sótt og gengu 3 riðlar með alls 23 keppendum, en 1 forfallaðist. Allt gekk mjög vel fyrir sig og var haft orð að því hvað salurinn væri flottur og með góða lýsingu.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Loftrifill Kvenna: 1. Sæti Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur 587.7 stig, 2. Sæti Bára Einarsdóttir Skotíþróttafélagi Kópavogs 558 stig og 3. Sæti Guðrún Hafberg Skotíþróttafélagi Kópavogs 549.4 stig sem er hennar besta skor á móti hingað til (PB).
Loftrifill Karlar: 1. Sæti Theodór Kjartansson Skotdeild Keflavíkur 550.4 stig.
Loftrifill Unglingspiltar: 1. Sæti Magnús Guðjón Jensson Skotdeild Keflavíkur 576 stig (nýtt Íslandsmet), 2. Sæti Elmar Sverrisson Skotdeild Keflavíkur 543.1 stig.
Loftskammbyssa Kvenna: 1. Sæti Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur 553 stig, 2. Sæti Bára Einarsdóttir 537 stig og 3. Sæti Þorbjörg Ólafsdóttir Skotfélagi Akureyrar 496 stig.
Loftskammbyssa unglingsstúlkna: 1. Sæti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir Skotfélagi Akureyrar 492 stig og 2. Sæti Sóley Þórðardóttir Skotfélagi Akureyrar 466 stig.
Loftskammbyssa unglingspilta: 1. Sæti Magnús Guðjón Jensson Skotdeild Keflavíkur 455 stig.
Loftskammbyssa Karla: 1. Sæti Þórður Ívarsson Skotfélagi Akureyrar 533 stig, 2. Sæti Ólafur Egilsson Skotíþróttafélagi Kópavogs 531 stig og í 3. Sæti Izzar Arnar Þorsteinsson Skotfélagi Akureyrar 518 stig.
Liðakeppni Loftskammbyssa kvenna var í 1. sæti Skotíþróttafélag Kópavogs með 1486 stig og liðið skipaði Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og Aðalheiður Jóhannsdóttir og í 2. sæti var Skotfélag Akureyrar með 1458 stig og liðið skipaði Þorbjörg Ólafsdóttir, Sóley Þórðardóttir og Sigríður Láretta Þorgilsdóttir.
Liðakeppni Loftskammbyssa karla var í 1. sæti Skotíþróttafélag Kópavogs með 1548 stig og liðið skipaði Ólafur Egilsson, Guðmundu Ævar Guðmundsson og Sigurgeir Guðmundsson. í 2. sæti var A-lið Skotdeildar Keflavíkur með 1480 stig og liðið skipaði Hannes H. Gilbert, Jens Magnússon og Ingvi Eðvarðsson og í 3. Sæti var B-lið Skotdeildar Keflavíkur með 1332 stig og liðið skipað Valdemar Valdemarsson, Magnús Guðjón Jensson og Bjarni Sigurðsson.
Við viljum þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við að láta þetta ganga svona vel fyrir sig og þökkum öllum fyrir skemmtilegt og vel heppnað mót. Sjá myndir frá mótinu hér!