Íslandsmeistaramótinu frestað vegna veðurs
Því miður verðum við að fresta Íslansdmeistaramótinu vegna veðurs á morgun. Útlit er fyrir Suðaustan 12 til 16 metra á sek. með leiðindar rigningu frá morgni til kvölds. Útlit er fyrir að ekki verði skyggni á 300 metrana og ekki gott að sjá á sigtin þegar það rignir inn á keppendur.
Frestun hefur verið tilkynnt til keppenda, STÍ og þeirra sem koma að mótshaldinu.
Reiknað er með að halda mótið á laugardaginn 09. september og mun skráningu ljúka á þriðjudaginn 05.september á miðnætti.
Með von um betri og fjölmennari skráningu og betra veðrufari, stjórn Skotdeildar Keflavíkur.