Fréttir

Skotdeild | 28. júlí 2008

Hörku skeed mót var laugardagin 26 júlí

Hörku mót var á laugardaginn var, eða Keflavík Opið, kepptu alls 8 keppendur í 3 flokkum. Veðrið var ekki alveg það besta sem sést hefur nú í sumar, en hávaðarok gerði vart við sig þegar keppnin var í það að verða hálfnuð, en til allra lukku rigndi hann ekki með þessu. Þó að Kári hafi blásið á keppendur sannaðist það að það skiptir ekki öllu hvernig viðrar því hann Hörður frá SÍH skaut 25 dúfur af 25 í hring nr 2, og var þar að skjóta 25 í fyrsta skipti. Og samkvæmt hefð kastaði hann húfunni sinni í loftið og skaut hana. Mikið fjör var á mótinu og ætlum við nú að spýta í lófana og halda fleirri mót í náinni framtíð, bæði opin og lokuð fyrir félagsmenn, við erum svona að læra þetta upp á nýtt og ætlum okkur að gera betur og betur í hverju móti. Þakka öllum sem komu og lögðu hönd á plóg, og auðvitað þeim sem voru að keppa, Stórn Skotdeildar Keflavíkur.

Myndir frá mótinu eru væntanlegar fljótlega.