Fréttir

Skotdeild | 11. apríl 2008

Herrifflakeppni HÍB 17 maí

Hin árlega Herrifflakeppni Hins íslenska byssuvinafélags verður haldin á skotæfingasvæði Skotfélags Keflavíkur (í Höfnum) laugardaginn 17. maí kl 10.00 stundvíslega. Keppt verður í standandi skotstöðu (fríhendis) á 100 metra færi (10 skot) og í liggjandi skotstöðu á 300 metra færi. Sömu reglur og venjulega. Verðlaun veitt fyrir 1,2 & 3 sæti í báðum skotstöðum og í samanlögðum árangri.

ATH að þeir sem þurfa og vilja stilla herrifflana inn er bent á að sérstakur æfingartími verður eftir kl 18.00 á sama skotæfingasvæði föstudaginn 16. maí. Það verða engin æfingaskot leyfð á laugardeginum. Menn eiga að mæta klárir með sína riffla og skrá sig til keppni þá.


Þátttökugjald pr. haus verður kr. 1500 og skal greiðast í peningum á mótsstað.

Sá sem er með farand-verðlaunagripinn (skothylkið) er vinsamlega beðinn um að koma því á svæðið í tima.

Herrifflanefndina skipa þeir:


Árni Pálsson
Herbert Guðmundsson

Guðmundur Örn Ólafsson

 

Kveðja

 

Róbert Schmidt

Formaður Hins íslenska byssuvinafélags 

 

Á meðan æfing og keppni fer fram er riffilsvæðið lokað fyrir alla aðra skotfimi.