Fréttir

Skotdeild | 2. febrúar 2019

Hækkun félagsgjalda

Þann 30. janúar síðastliðinn fór fram aðalfundur hjá Skotdeild Keflavíkur.

Meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundinum voru félagsgjöld, og kom tillaga úr sal um hækkun félagsgjalda úr 11.000 kr í 15.000 kr.

 

Var sú tillaga samþykkt af öllum viðstöddum félagsmönnum.

 

Þannig að félagsgjald ársins 2019 mun vera 15.000 kr, en inni í félagsgjaldinu er lykilgjald og þarf því ekki að greiða aukalega fyrir lykil að riffilsvæðinu á Hafnarheiði.

 

Virðingarfyllst, stjórnin