Fréttir

Skotdeild | 3. mars 2009

Framkvæmdir við riffilhúsið

Framkvæmdir við riffilhúsið ganga vel eins og sjá má á myndunum. Málingar og raflagnavinna er að hefjast og fljótlega verður farið í að skipta um bakhliðina á húsinu ( hliðina sem snýr út að skotbrautinni ), endurskipuleggja fyrirkomulag á skotborðum og færa bakdyrnar.    Á meðan þær framkvæmdir standa yfir verður húsið að mestu lokað, en þetta ætti ekki að taka mjög langan tíma. Þegar húsið er orðið vatns og vind þétt verður sett flotefni á gólfin og á meðan það er að þorna verður öll umgengni um húsið einnig bönnuð.
Stefnt er að því að framkvæmdum í húsinu verði lokið fyrir vorið og þá verði hafist handa við að koma upp útisvæði við hliðina á húsinu. Setja þar upp nokkur skotborð og einnig pall til að nota við liggjandi skotfimi, auk þess að snyrta umhverfið aðeins.
Að gefnu tilefni viljum við einnig mynna á að fyrir kl 17:00 á virkum dögum er ekki hægt að ganga að því vísu að nota húsið til æfinga vegna vinnu við það.  Ef menn vilja ath. hvort þannig standi á að það sé hægt að nota húsið geta þeir hringt í Ingvar í síma 8634800 og leitað upplýsinga.
Einnig viljum við ítreka við menn að loka og ganga eins vel frá hlerum og hurðum og kostur er þegar húsið er yfirgefið og auðvitað slökkva ljósin. Því miður hefur verið talsverður misbrestur á þessu og oftar en ekki sem komið er að húsinu með opna hlera eða bakdyr. Eins hefur komið fyrir að hliðinu hefur ekki verið læst sem auðvitað á alls ekki að gerast og er á ábyrgð þess sem opnar hverju sinni að tryggja að því verði læst aftur.  Ath. að lásinn er þannig gerður að þeir sem eftir kunna að vera á svæðinu þurfa að hafa lykil til að geta læst hliðinu annars verða þeir að yfirgefa svæðið með þeim sem opnaði svo hægt sé að læsa, og utanfélagsmenn eiga að sjálfsögðu aldrei að verða eftir á svæðinu.
Það er von okkar að hægt verði að halda óbreyttu opnunarfyrirkomulagi á riffilhúsinu og einnig að hafa setustofuna ávalt  opna, en þar verður aðstaða til að hella sér upp á kaffi og  tylla sér niður og spjalla. Einnig verður þar hleðsluaðstaða með pressu fyrir þá sem vilja nýta sér það við að þróa sínar hleðslur.  (ath. dia, púðurskamtara oþh. koma menn með sjálfir.)  Þá verður líka boðið upp á læst geymsluhólf til afnota fyrir félagsmenn þar sem hægt verður að geyma sitthvað smálegt.  Fyrirkomulagið á þessu verður kynnt nánar þegar þeir þættir eru tilbúnir.
Til þess að þetta geti orðið með þessum hætti verðum við öll að leggjast á eitt við að passa upp á umgengni og frágáng í riffilhúsinu sem og svæðinu öllu, og ganga ávalt frá aðstöðunni eins og við viljum koma að henni næst.

Mbk.
Stjórn Skotdeildar.