Fréttir

Frá Aðalfundi Skotdeildar Keflavíkur
Skotdeild | 1. febrúar 2018

Frá Aðalfundi Skotdeildar Keflavíkur

Aðalfundur Skotdeildar Keflavíkur var haldinn miðvikudaginn 24. janúar síðastliðinn. 

Kosið var til formanns og tveggja stjórnarmanna. Ekki var breyting í stjórn deildarinnar og er stjórnin sú sama og í fyrra. Einnig var kosið til varastjórnar og eru sömu aðilar þar og í fyrra auk Jens Magnússonar og Theodórs Kjartanssonar.

Stjórnin er sem sagt eftirfarandi:

Bjarni Sigurðsson var kosinn til formanns. Í stjórn eru Árni B. Pálsson, Börkur Þórðarson, Jónas Andrésson og Sigurgeir Rúnar Jóhannsson. Varamenn í stjórn eru Ragnar Franz, Baldur Kristmundsson, Dúi Sigurðsson, Jens Magnússon og Theodór Kjartansson. 

Á fundinum heiðraði Stjórn Keflavíkur þá Ragnar Franz fyrir 5 ára stjórnarsetu í varastjórn með bronsmerki Keflavíkur. 

Theodór Kjartansson fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins í áratugi með silfurmerki Keflavíkur. Þá nýtti Stjórn Skotdeildar Keflavíkur tækifarið og gerði Theodór Kjartansson að heiðursfélaga deildarinnar, einnig fyrir óeigingjart starf í þágu félagsins til áratuga. Theodór er stór partur af af því að gera unglingastarf Skotdeildarinnar að þeim veruleika sem við lifum við í dag. Þess má einnig geta að hann er einn af stofnendum Skotfélags Keflavíkur eins og félagið hét áður en það gerðist Deild undir Keflavík Íþrótta og ungmennafélag.