Fréttir

Skotdeild | 30. desember 2008

Árið 2008 hjá Skotdeild Keflavíkur

Skotdeild Keflavíkur, deild innan íþróttafélagsins Keflavík íþrótta- og ungmennafélag sem sex íþróttafélög sameinuðust í 30. Júní 1994. Þetta er deild sem fáir vita af hér á suðurnesjum, og hafa margir vinnufélagar, samstarfsaðilar, ættingjar og jafnvel vinir spurt mig furðulostnir hvernig standi á því að þau hafi ekki heyrt af okkur. Og hvar æfið þið ykkur brennur á allra vörum? Það er einfalt, á skotsvæðinu okkar sem er u.þ.b. 8 km frá Keflvík í heiðinni rétt hjá Höfnum. Að vísu eru skipulagðar æfingar með skammbyssu haldnar ½ mánaðarlega í skotaðstöðu lögreglunnar, en skipaður æfingastjóri er frá lögreglunni ásamt 2 frá okkur, en nánari upplýsingar eru heimasíðunni okkar. Uppistaðan af félagsmönnum okkar eru svokallaðir riffilkarlar, en það eru þeir sem mæta flestir hverjir með sína lykla þegar þeim hentar og æfa sig, en sért þú félagsmaður hjá okkur getur þú komið hvenær sem er og æft þig með riffilinn, ef þú hefur greitt svokallað lykilgjald aðeins 1.000 kr. En lykilgjaldið er eitthvað sem við stjórnarmenn höfum verið að ræða og hvort það ætti ekki að sameina það og félagsgjaldið þar sem flestir okkar greiða lykilgjaldið líka. Mikil aukning manna frá höfuðborginni sem gerðust félagsmenn var á árinu og teljum við að of dýr félagsgjöld nágrannafélaga okkar spili þar stórann þátt í þeirri aukningu og fögnum við þeim auðvitað. En oftar en ekki þá eru félagmenn að taka með sér vini sína sem eru ekki í félaginu okkar að skjóta í riffilhúsinu og eru kannski búnnir að taka frá öll borðin þannig að þegar félagsmenn koma til að æfa þá er ekkert pláss fyrir þá. Tókum við þá upp á því frá gömlum sið okkar að gefa út félagskírteini, félagsmönnum til mikilar ánægju því nú fer það ekki á milli mála hver er félagsmaður og hver ekki, og þurfa þá menn sem eru ekki félagar að víkja, allavegana á meðan félagsmenn klára fyrst. Talandi um riffilhúsið þá vill ég þakka félagsmönnum sem hafa gengið vel um eigur Skotdeildarinnar og hafa gengið frá eftir sig og jafnvel aðra, en þó það séu einn og einn sem ganga ekki frá eftir sig þá er yfir heildina litið flestir mjög samviskusamir. Félagsmönnum fjölgaði þetta árið frá því í fyrra og hefur borið á því að æ fleirri konur gerast félagsmenn, þess vegna höfum við nú nýlega samþykkt að kaupa nýja rotþró fyrir okkur þar sem okkur fer ört fjölgandi og æ fleirri félagar sem ekki geta bara skroppið fyrir hornið til kasta af sér. En ætlunin er að koma fyrir salernisaðstöðu í riffilhúsinu og einnig kaffiaðstöðu. En klósett er í Haglabyssuhúsinu okkar sem aftengt verður við gömlu heimasmíðuðu rotþrónna og teng við þá nýju þegar að því kemur sem verður vonandi á komandi dögum. En Haglabyssuhúsið er einungis opið á auglýstum æfingartímum þar sem aðeins æfingastjórar hafa lykil að. Þeir sem einmitt vilja gerast æfingastjórar fyrir næsta tímabil geta talað við mig eða Árna Páls gjaldkera áður en ég raða æfingastjórunum á dagana fyrir næsta ár. Vegurinn okkar góði er í vinnslu og ætlum við að klára að gera hann góðan fyrir næsta sumar en eins og félagsmenn vita var varla hægt að flokka hann undir veg lengur. 3 mót voru haldin í Skeet í sumar og er ætlunin að spýta í lófana og halda enn fleirri mót næsta sumar.