Áramótamótið í Skeet 2010
Æsispennandi áramótamóti Skotdeildar Keflavíkur er lokið og var þáttaka með ágætum. Keppendur voru 6 og eru eftirfarandi: Árni Pálsson, Bjarni Sigurðsson, Ingi Þór Reynisson, Jón Reynir Andrésson, Óskar Þórðarson og Reynir Þór Reynisson. Skotnir voru 2 hringir og er skorið og uppröðun keppanda eftirfarandi.
Keppendur 1. Hringur 2. Hringur Samtals
1) Árni 12 13 25
2) Óskar 15 16 31
3) Ingi Þór 6 11 17
4) Jón Reynir 13 9 22
5) Bjarni 18 13 31
6) Reynir Þór 14 19 33
Skera þurfti úr um 2 til 3 sætið með bráðabana sem á milli Óskars og Bjarna, bráðabaninn var æsispennadi og íslenskur í húð og hár, Óskar hitti seinni dúfuna í dobblinu en Bjarni lét spenninginn fara með sig og hitti hvoruga, J.
Vegna þess að Reynir keppti sem gestur og þrátt fyrir að vera í 1. sæti þá keppti hann ekki til verðlauna en verðlaunin voru í boði K-Flugelda eða Gull, Silfur og bronspakkarnir sem þeir eru að selja, og er því sætaröðin eftirfarandi: Gull Óskar, Silfur Bjarni, Brons Árni. Vill ég þakka fyrir drengilega keppni og sérstaklega Óskari þar sem hann gaf börnum sigurvegarans Reynis Þórs Gullpakkan sem hann fékk í verðlaun. Fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur Bjarni Sigurðsson, Formaður Skotdeildar Keflavíkur.