Áramótamótið í dag
Það er alltaf vel við hæfi að enda árið á því að skjóta leirdúfur á síðasta degi ársins eins og tíðkast hefur í tugi ára hjá Skotdeild Keflavíkur. Það tóku 8 keppendur þátt, þrátt fyrir kaldann norðangarra. Það var góð ákvörðun að seinnka mótinu um 2 klukkutíma þar sem mesti vindurinn var farinn úr þessu.
Við fengum Reynir Þór til að takka og dæma, og dóttir hans hún Stella var stigavörður og stóð sig með eindæmum vel.
Það varð að skjóta bráðabana um 2. sætið þar sem Theodór og Reynald voru báðir með 40 dúfur hvor.
1. sæti Guðmundur Óskarsson 43 dúfur
2. sæti Theodór Kjartansson 40 dúfur (3 í bb)
3. sæti Reynald Ormsson 40 dúfur (2 í bb)
Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn, kær kveðja Stjórnin.