Fréttir

22lr veiðirifflamót
Skotdeild | 5. júlí 2016

22lr veiðirifflamót

22LR Veiðiriffla mót
 
Á fimmtudaginn 7. júlí verður haldið 22LR veiðirifflamót
 
Skotið verður á 25 skotmörk á 50m og verður 20mín tímamörk á því, leyfilegt er að skjóta eins marga "sightera" og hver þarf.
Keppt verður í tveimur flokkum
Létthlaup
Þungthlaup
Ef það margir eru, að þurfi að skjóta í tveim lotum þá mun aðilum gefast kostur að skjóta í báðum flokkum (hafi þeir búnað í það), annars er stefnt að skjóta þetta í einni lotu.
 
 
Sjónaukar: 
 - létthlaup: 9x (ef sjónauki er með meira en 9, t.d. 6-18, þá skorðar mótstjóri sjónauka á 9 og setur límband yfir)
 - þungthlaup: engar takmarkanir
Leyfður búnaður að framan: Tvífótur
Leyfður búnaður að aftan: allt sem þú myndir hafa með þér á veiðar, t.d. (ekki tæmandi) bakpoki, sandpoki (ekki afturrest), monopod o.s.frv.
 
Mótið hefst 21:00, reynt verður að hefast stundvíslega, en gæti dregist um einhverjar mínútur ef þarf að lagfæra 50m og stilla upp.
Þar sem þetta er skemmtimót verður mótsgjald 500kr (reiðufé, enginn posi) skráning á staðnum
 
Eftirfarandi framleiðendur flokkast EKKI sem veiðirifflar: Anschutz, Feinwerkbau og aðrir framleiðendur af keppnisrifflum. (ákvörðun mótsstjóra).
Ef einhver riffill er dæmdur ekki sem veiðiriffill þá mun hinum sama gefast kostur að skjóta en verður ekki tekinn með inn í stigagjöf.
 
Ef einhverjar spurningar eru endilega senda á dsigurdsson@gmail.com
 
Biðjumst afsökunar á stuttum fyrirvara, næsta mót verður auglýst með meiri fyrirvara.