Hlað, GPO Áramóta tarfurinn
Skotdeild Keflavíkur mun halda Hlað, GPO Áramóta tarfinn sunnudaginn 12. janúar. (Dagsetning mótsins gæti hugsanlega breyst ef veðurguðirnir verða okkur mjög andsnúnir) Mótið verður haldið á skotvelli félagsins á Hafnaheiði og hefst fyrsti riðill kl 10:30
Skráning fer fram á netfangið: jak@internet.is
Væntanlegir keppendur eru beðnir um að lesa keppnisreglurnar vel en þar koma fram allar upplýsingar um mótið.